Velkomin í

10. júní 2023 í Laugardalnum

Hamingjulestin
er á leiðinni!

Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin í Laugardalinn þann 10. júní 2023! Til að tryggja að dagurinn verði eins litríkur og mögulegt er höfum við gert þessa samantekt fyrir ykkur sem við hvetjum alla til að lesa vandlega fyrir viðburðinn til að allir viti hvað mun gerast á hlaupadeginum. Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að senda okkur tölvupóst á island@thecolorrun.com

Fljótlega verður þú og þínir vinir hluti af hamingjusömustu 5K í heimi!

FYRIR HLAUP

Hlaupagögn

Hlaupagögn verða afhent í The Color Run búðinni í vikunni fyrir hlaup í GÁP Faxafeni 7, Vinsamlegast framvísið aðgöngumiða ykkar í búðinni, annað hvort útprentuðum eða á síma.

Sæktu hlaupagögnin fyrirfram

Þú getur sótt gögnin í GÁP/Adidas.is Faxafeni 7. 

Opnunartími:
Þriðjudaginn 6. júní 12-18
Miðvikudaginn 7. júní 12-18
Fimmtudaginn 8. júní 12-18
Fösturdaginn 9. júní 10– 19

Laugardalur
Laugardaginn 10. júní 09-13

Hlaupagögn innihalda:

  • Make Magic Tour hlaupabolur
  • Litapoki

Mættu í bolnum!

Bolurinn veitir aðgang í hlaupið og nauðsynlegt er að vera í bolnum við komu í The Color Run.

Sóttu á staðnum

Þeir sem ekki eiga þess kost að sækja fyrir viðburð geta sótt gögnin á hlaupadaginn sjálfan í Laugardalnum frá klukkan 9.

The Color Run Búðin

Við verðum með fullt af litríkum og skemmtilegum vörum til sölu í litlu gleðibúðinni okkar þar sem hlaupagögn verða sótt og á viðburðarsvæðinu í Laugardalnum á hlaupadag. Búðin verður staðsett þar sem upphitun fer fram og litabombupartýið í lokin og ættu allir að finna eitthvað til að gera daginn enn skemmtilegri.

Meðal þess sem verður í boði eru sokkar, tutu pils, gleraugu, derhúfur, bakpokar, armbönd, ennisbönd, buff og margt margt fleira, og að sjálfsögðu litapokar í með litapúðri í öllum regnbogans litum.

Samgöngur

Aðal viðburðarsvæðið hefur nú fengið nýrri og betri staðsetningu. Við verðum fyrir ofan Þvottalaugarnar í Laugardalnum í brekkunni fyrir neðan Áskirkju“

Helstu bílastæði:

  • •Við Suðurlandsbraut, Ármúla og bílastæðahúsið við Glæsibæ
  • Fjöldi bílastæða í Skeifunni
  • Bílastæði við KFUM og Langholtsskóla við Holtaveg
  • Bílastæði við Laugardalsvöll

 

Á sama tíma eru þátttakendur beðnir um að virða bílastæðin við fjölbýlishúsin við Álfheima og nærliggjandi götur, sem og bílastæði fyrir framan opnar verslanir og veitingastæði og leggja ekki bílum þar.

Strætó

Leiðir 2, 5, 14, 15 og 17 stoppa allar nálægt viðburðarsvæðinu. Nálægasta stoppistöðin er við Orkuhúsið á Suðurlandsbraut.

Hjóla, labba, valhoppa..

Þátttakendur eru að sjálfsögðu hvattir til að hjóla í The Color Run enda varla til betri leið til að hita upp fyrir skokkið.

Athugið að það eru hvorki búningsaðstaða eða munageymsla á svæðinu og eru þátttakendur hvattir til vera með litla bakpoka eða mæta í þeim búnaði sem til stendur að hlaupa í og skilja önnur verðmæti eftir heima.

Taktu þátt í spjallinu

Við viljum að þú deilir litríka degi þínum.

Selfies, myndir fyrir og eftir hlaup af þér og þínu fólki – Allt sem skemmtilegt er!

@THECOLORRUNICELAND
#THECOLORRUNICELAND

Fyrir nýjustu fréttir og upplýsingar, fylgið okkur
á Facebook og Instagram.

HLAUPIÐ

DAGSKRÁ

Aðal viðburðarsvæðið hefur nú fengið nýrri og betri staðsetningu. Við verðum fyrir ofan Þvottalaugarnar í Laugardalnum í brekkunni fyrir neðan Áskirkju“

Veður

The Color Run er útiviðburður og við búum á Íslandi þannig að þátttakendur skulu klæða sig eftir veðri. Hlaupinu verður ekki frestað þó veðrið sé ekki eins og best verður á kosið. Þegar öllu er á botninn hvolft er rigning ekkert annað en blautt sólskin!

HLAUPALEIÐIN

Ræst er út frá aðalsvæðinu og hlaupið á göngu- og hjólastígum meðfram Suðurlandsbrautinni til móts við Reykjaveg og beygt til hægri samhliða Reykjavegi í átt að Laugardalsvelli þar sem fyrsta litahlið hlaupsins er staðsett. 

Því næst er hlaupið meðfram Þróttaraheimilinu og beygt til vinstri í átt að Þvottalaugunum í Laugardal í litla slaufu áður en komið er að öðru litahliði hlaupsins sem staðsett er á stígnum ofan við Þvottalaugarnar og því næst hlaupið umhverfis Grasagarðinn í átt að Holtavegi. 

Þegar komið er til móts við hús KFUM og KFUK er beygt til hægri umhverfis Húsdýragarðinn og er þriðja litahlið hlaupsins til móts við TBR heimilið. 

Við Engjaveg er beygt til hægri og hlaupið aftur inn í átt að Grasagarðinum meðfram Húsdýragarðinum og er fjórða litahliðið staðsett á sama stað og annað litahliðið, við Þvottalaugarnar. 

Þaðan er farið eftir stuttum stíg upp á Engjaveg sem hlaupinn er til austurs, framhjá Skautahöllinni í átt að aðalsvæðinu þar sem endamark hlaupsins er staðsett.

startrennan

Þátttakendur koma sér fyrir í startrennunni við upphaf hlaups. Fremst í rennunni verður hlaupurum skipt í 3-500 manna ráshólf sem ræst verða í hlaupið á 2ja til 3ja mínútna fresti. Þannig tryggjum við að ekki verði of mikill fjöldi þegar þátttakendur koma að fyrsta litahliðinu og allir fái nægan lit yfir sig þar. Athugið að skiptingin er handahófskennd þannig að fjölskyldur og vinir ættu að halda hópinn í startrennunni til að njóta litadýrðarinnar saman.

Munið að engin tímataka er í hlaupinu þannig að það er engin ástæða til að láta keppnisskapið taka völdin. Takið ykkur þann tíma sem þið viljið og njótið upplifunarinnar með vinum og vandamönnum. Sá sem er fyrstur í mark í raun tapar því það á að taka sér tíma í fara í gegnum gleðina.

Tryggið að vera í The Color Run hlaupabolnum þegar þið mætið í startrennunna. Án hlaupabols getur ykkur verið meinaður aðgangur.

Litahliðin

Á hlaupaleiðinni eru fjögur litahlið á ca. eins kílómetra fresti, hvert með sinn litinn: Blátt, grænt, gult og bleikt. Þegar þú hleypur í gegnum litahliðið verður litnum úðað yfir þig af litakösturum okkar. Litirnir eru sérstök blanda töfrandi lita og kornsterkju og eru 100% náttúrlegir, öruggir og viðurkenndir af matvælastofnunum um heim allan.

Til að litirnir fari ekki í augu hlaupara miða litakastarar fyrir neðan háls þegar þátttakendur hlaupa í gegn. Sumir hlauparar velja að vera með gleraugu og buff eða klút fyrir munninn. Við mælum að sjálfsögðu með slíkum ráðstöfunum fyrir yngstu þátttakendur. Við biðjum þátttakendur um að stoppa ekki í litahliðunum því það skapar hættu fyrir þá sem koma á eftir.

Gengið, hlaupið og
dansað í brautinni

Litahlaupið er fyrir alla.
Sumir hlaupa alla leiðina, aðrir ganga og enn aðrir dansa. Okkar reynsla er að flestir geri sitt lítið af hverju.

ENDAMARK

Eftirpartíið

The Color Run er ekki búið þegar komið er yfir endalínuna… í rauninni þá er fjörið rétt að byrja! Klappaðu þér á bakið og segðu ‘Vel gert!‘ og komdu inn í gleðina sem á sér stað fyrir framan sviðið!

Plötusnúðurinn Kiddi Bigfoot, Gústi B og Eva Ruza halda uppi fjörinu við sviðið og það verður nóg um að vera fyrir alla.

Litabombur

Á 10-12 mínútna fresti munum við telja niður í risa litabombur við sviðið og búa til þessi frægu litaský sem þið hafið séð á myndum.

Það er hér sem þú vilt nota litapokann sem þú færð með hlaupagögnunum. Ef þú nærð ekki að halda aftur af þér þá getur þú annað hvort freistast þess að grípa litapoka sem hent verður af sviðinu eða einfaldlega keypt þér eins marga poka og þú vilt í Color Run búðinni í garðinum.

Veitingar

Hægt er að kaupa veitingar á aðal viðburðarsvæðinu í Laugardalnum.

Hreinsun

Það verða blásarar við endamarkið þannig að hlauparar geta blásið af sér mesta púðrið. Þrátt fyrir að þetta sé engin þvottastöð þá mun þetta samt auðvelda þér heimferðina. Allur eftirlifandi litur mun fara á næstu dögum eða þvottum. Þið verðið að fyrirgefa en það verða ENGAR „litaafsakanir“ sem halda ykkur frá vinnu eða skóla á mánudaginn.

Reglur og öryggi

Við mælum með því að notuð séu gleraugu þegar hlaupið er í gegnum litahliðin. Auk þess er ekki vitlaust að vera með buff fyrir öndunarvegi. Þó að litapúðrið sé á engan hátt hættulegt þá er ekkert skemmtilegt að fá of mikið af því í augu eða munn.

Vinsamlegast farið eftir leiðbeiningum starfsmanna hlaupsins. Við mælum með því að allir þátttakendur lesi Spurt og svarað hér á vefsíðu hlaupsins.

Framar öllu, sýnið kurteisi og virðingu við alla aðra hlaupara í kringum ykkur.

HLAUP MEÐ BÖRN

Með þúsundir þátttakenda í hlaupinu er alltaf hætta á að smærri hlauparar verði viðskila við foreldra sína. Ef þú ert að hlaupa með börn (þá ertu svalasta foreldri allra tíma!), munu börnin án efa skemmta sér konunglega. Vinsamlegast hafið auga með þeim og leiðbeinið í gegnum allt hlaupið. Ef þið missið sjónar á þeim, vinsamlegast verið búin að ákveða fyrirfram hvar þið ætlið að finna hvert annað. Við mælum með því að börnum sé bent á að fara í bleika tjaldið okkar á viðburðarsvæðinu.

Við getum ekki beðið eftir því að skemmta okkur með þér!

Hlökkum til að sjá þig