Spurt og svarað

Ef þú finnur ekki svar við spurningunni hér, sendu okkur tölvupóst eða Facebook skilaboð.

Engan veginn. Nei. Það eru mörg önnur 5km hlaup sem þú getur farið í til að reyna á getu og úthald. The Color Run snýst um að eiga litríkan og skemmtilegan dag með vinum og vandamönnum. Þú getur hlaupið, gengið, skriðið eða búið til vindmyllur alla leiðina ef þú vilt.

Fyrir utan að fá þátttökurétt í skemmtilegasta hlaupi ársins færðu hlaupabol og litapoka. Athugaðu að hlaupagögnin verða ekki send til þín heldur nærð þú í þau þegar nær dregur hlaupi.

Sendu línu eða hringdu í tix.is, þau eru með 100% svör fyrir þig. Sendu póst á info@tix.is eða hringdu í 551 3800.

Já mikil ósköp. Þetta er fjölskylduskemmtun eins og hún gerist best og viljum við endilega sjá alla fjölskylduna eiga glaðan dag með okkur.

Nei, því miður er ekki leyfilegt að hlaupa með hund í The Color Run. Það eru margar augljósar ástæður fyrir því ;o)

Hjól, hlaupahjól, hjólabretti, hjólaskautar og allt slíkt er ekki leyfilegt í hlaupinu vegna mögulegrar slysahættu.

Alls engin aldursmörk. Á meðan þú treystir þér til að leggja að baki 5km, hvernig sem þú gerir það, þá ertu klár í The Color Run. 

Börn undir 8 ára (miðað er við fæðingarár) þurfa einungis á barnamiða að halda og er innifalið í því bolur og litapoki, alveg eins og með venjulegan miða.

Alveg það sama og í venjulegum miða, börn undir 8 ára fá bol og litapoka. 

Það fylgir hvítur bolur þínum miða og það eiga allir að mæta í bolnum með hlaupanúmerið framan á. Það er aðgöngumiðinn í hlaupið. Þú mætir í hvíta bolnum og upplifir litagleðina eins og hún best verður. The Color Run snýst um að skemmta sér.

Að sjálfsögðu. Við trúum því ekki að þú hafir virkilega verið með þessa spurningu ofarlega á baugi. Ekki gera ráð fyrir að fara beint heim eftir hlaupið. Það verður stuð í lok hlaups.

The Color Run er fyrsta hlaupið af sínu tagi og kemur innblásturinn víðsvegar frá frábærum viðburðum á borð við World of Color hjá Disney og hátíðum um allan heim, til að mynda Holi hátíðina indversku. The Color Run er til vegna þess að hlaup þurfa ekki alltaf að snúast um keppni eða árangur. Við viljum skemmta okkur á meðan við hlaupum.

Nei, það er sko engar áhyggjur að hafa. Þetta er eins og að vera í matarslag með maízenamjöli. Litapúðrið er gert úr kornsterkju, sem við þekkjum betur sem maízenamjöl, þannig að það er ekkert að óttast varðandi það að vera löðrandi í litapúðri. Að sjálfsögðu ráðleggjum við fólki að loka augunum þegar litabomban kemur en þetta er óskaðlegt og hefur verið vottað sem slíkt. Sólgleraugu eru hins vegar mjög góður kostur og hvetjum við alla til að hlaupa með slík. Á staðnum verður hægt að versla svölustu sólgleraugu í heimi.

Við endamarkið í lok hlaups munu þátttakendur sjá sjálfir um litakastið, til dæmis þegar hlauparar koma í mark. Þú færð einn litapoka með þátttökunúmerinu og hægt er að kaupa fleiri poka á staðnum við endamarkið þannig að þú getur baðað þig og þína í litum í lok hlaups.

Miðar eru ekki endurgreiddir en ef þú kemst ekki í hlaupið er þér velkomið að gefa einhverjum miðann þinn.

Þú hefur lokið við hamingjusömustu 5km lífs þíns. Til hamingju! Þú þarft á hvíld að halda en samt ekki alveg strax. Taktu nokkrar mínútur í að skola litinn af þér og fötunum þínum. Dustaðu þurrt púður eins vel og þú getur. 

Liturinn fer ekki 100% úr hvíta bolnum sem við látum þig fá en það er með ráðum gert því liturinn á að minna þig á þennan dag um ókomna tíð. Dustið laust litapúður af áður en þú setur í þvottinn og þvoið fötin sem þið notuðuð í hlaupinu aðskilið frá öðrum þvotti og notið kalt vatn. Í hvert sinn sem þú lítur niður á skóna og sérð glitta í litablett getur þú hugsað til baka og rifjað upp The Color Run hlaupið og þá færist bros á vör. Á endanum mun allur liturinn hverfa, þangað til að ári…

Ef þú ert með ljóst eða aflitað hár þá er góð hugmynd að hlaupa með buff eða setja hárið í tagl. Ef mikið púður er í hárinu er best að skola það fyrst með köldu vatni. Eftir það skaltu þvo hárið eins og þú gerir vanalega. Það má vera að einhverjar litarleifar verði eftir fyrstu skolun en liturinn ætti að vera alveg farinn eftir 2-3 hárþvotta. Þeir sem vilja vera alveg 100% öruggir geta gripið í gömul húsráð og sett smá olíu í hárið fyrir hlaup. Það hindrar í raun allt frá því að festast í hári. Kókoshnetuolía eða ólífuolía virka best.

Ef þú ert með ljóst eða aflitað hár þá er góð hugmynd að hlaupa með buff og/eða setja hárið í tagl eða snúð. Ef mikið púður er í hárinu er best að skola það fyrst með köldu vatni. Eftir það skaltu þvo hárið eins og þú gerir vanalega. Það má vera að einhverjar litarleifar verði eftir fyrstu skolun en liturinn ætti að vera alveg farinn eftir 2-3 hárþvotta. Þeir sem vilja vera alveg 100% öruggir geta gripið í gömul húsráð og sett smá olíu í hárið fyrir hlaup. Það hindrar í raun allt frá því að festast í hári. Kókoshnetuolía eða ólífuolía virka best.

Athugið að The Color Run tekur enga ábyrgð á því ef eitthvað sem átti ekki að litast litast. Hlaupið snýst um að skemmta sér og sleppa sér í litapúðursdýrð og það er erfiðara ef verið er að passa upp á að fá engan lit á sig. Ef þú hefur áhyggjur, þá skaltu passa að litur komist ekki í fína og fallega hárið þitt. 

Við munnum ekki stoppa þig, en athugaðu að litir eiga möguleika á að festast í ákveðnum efnum og það er aldrei 100% hægt að spá fyrir um það. Þetta á allt að skolast út með tíð og tíma en við mælum ekki með að þú mætir í flík eða skóm sem mega alls ekki litast. Athugið að The Color Run tekur enga ábyrgð á því ef eitthvað sem átti ekki að litast litast. Hlaupið snýst um að skemmta sér og sleppa sér í litapúðursdýrð og það er erfiðara ef verið er að passa upp á að fá engan lit á sig.

Litapúðrið er það sama og í öðrum The Color Run hlaupum víðsvegar um heiminn og hefur það verið prófað og rannsakað af óháðum aðilum. Púðrið, sem unnið er úr 100% náttúrulegu maísmjöli og mikið notað í unnum matvörum, er hvorki skaðlegt húð né umhverfi samkvæmt niðurstöðum greininga. Litarefnin eru viðurkennd í matvæla, lyfja og snyrtivöruiðnaði sem þýðir að þau hafa verið prófuð og staðfest að þau uppfylli skilyrði sem gerð eru varðandi beina snertingu efnanna við húð og öndun fólks. Flest innihald púðursins kemur frá náttúrulegum auðlindum á borð við laufblöð, blóm, trjá- og ávaxtabörk. Púðrið er vatnsleysanlegt og hefur verið samþykkt af umhverfisstofnunum Evrópusambandsins til notkunar á opnum almenningssvæðum.

Með öðrum orðum, þá er púðrið hvorki hættulegt né skaðlegt en eins og með allt annað er góð hugmynd að vera ekki að fá púðrið mikið í augun og fólk er eðlilega ekkert að mikið að reyna að kyngja slíku púðri.

Liturinn fer venjulega með fyrsta þvotti og eins og með margt annað, því fyrr sem þú setur í þvott, því betra. Auðvitað ráðleggjum við þér að vera í fatnaði sem má litast ef út í það er farið.

Skoðaðu greinirnar hér fyrir ofan um ljóst eða aflitað hár og hvíta skó til að fá nokkur góð ráð. 

The Color Run er viðburðafyrirtæki en þrátt fyrir að hlaupið sé ekki góðgerðarhlaup sem slíkt hefur The Color Run látið gott af sér leiða til samfélagsins með 16 milljón króna stuðningi á árunum 2015 til 2017 til UNICEF, Rauða krossins, Íþróttasambands fatlaðra, Reykjadalsverkefni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Barnaheilla, Vímulausrar æsku, Vinakots og Hetjanna. Öll þessi félög láta sig varða réttindi og velferð barna.

Flestir taka með sér handklæði til að leggja í bílsætin til að koma í veg fyrir að litur smitist í sætisákæði. Þetta er svona eins og að keyra heim af ströndinni í baðfötum en það þekkjum við Íslendingar af mikilli reynslu af slíkum bílferðum.

Okkar eigin ljósmyndarar eiga ekki í neinum vandræðum með að mynda í 7-15 metra fjarlægð en við ráðleggjum hlaupurum að vera með síma sína í lokuðum vasa eða bara í plastpoka ef þú vilt taka myndir í miðri púðursprengju.

Nei, við tökum ekki tímann hjá þátttakendum. Hlauparar í The Color Run eru gjarnir að taka sér sinn tíma til að njóta augnabliksins í stað þess að bruna í mark til að ná góðum tíma. Það er nóg af öðrum hlaupum í boði til þess.

Smá rigning er í fínasta lagi, gerir bara litina skemmtilegri. Ef það verða meiriháttar veðurviðvaranir daginn sem hlaupið fer fram er rétt að hlauparar fylgist með upplýsingum um hlaupið.

Ef þú hefur ekki fundið svar við spurningu þinni biðjum við þig endilega um að senda okkur tölvupóst á island@thecolorrun.com og við svörum um hæl. Ef spurning þín er ótrúlega góð er aldrei að vita nema að hún rati inn á nákvæmlega þessa síðu hér. WOW! Það yrði eitthvað!

Ertu tilbúin/n?

Bókaðu núna